Ragnhildur Helgadóttir látin

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir fyrrum ráđherra og alţingismađur Sjálfstćđisflokksins, er látin, 85 ára ađ aldri. Hún fćddist í Reykjavík 26. maí 1930. Foreldrar hennar voru Kristín Bjarnadóttir, húsfreyja, og Helgi Tómasson, yfirlćknir. Ragn­hild­ur útskrifađist frá Menntaskólanum í Reykjavík áriđ 1949 og lauk lögfrćđiprófi frá Háskóla Íslands áriđ 1958.

Ragnhildur hóf ung ţátttöku í pólitísku starfi innan Sjálfstćđisflokksins. Hún tók sćti á frambođslista flokksins í Reykjavík viđ alţingiskosningar 1953 og aftur 1956 er hún náđi kjöri á Alţingi, 26 ára ađ aldri, áđur en hún lauk háskólanámi. Hún var yngst kvenna til ađ hljóta kjör á Alţingi allt ţar til Jóhanna María Sigmundsdóttir náđi kjöri á Alţingi voriđ 2013.

Ragnhildur sat á ţingi samfellt til ársins 1963 er hún hćtti ţingmennsku til ađ sinna öđrum störfum. Hún sat aftur á ţingi 1971-1979 og svo aftur 1983-1991, er hún hćtti virkri ţátttöku í stjórnmálum. Ragnhildur var formađur Landssambands sjálfstćđiskvenna 1965-1969. 

Ragn­hild­ur var önn­ur kon­an hér á landi til ađ gegna ráđherra­embćtti og fyrst kvenna til ađ gegna embćtti menntamálaráđherra, 1983-1985, og embćtti heil­brigđisráđherra, 1985-1987. Ragn­hild­ur varđ einnig fyrst kvenna for­seti í deild­um Alţing­is, en hún var for­seti neđri deild­ar ţings­ins 1961-1962 og síđar 1974-1978. Ţá var hún fyrsta kon­an sem gegndi embćtti for­seta Norđur­landaráđs áriđ 1975.

Sem ráđherra markađi Ragnhildur ekki ađeins söguleg skref í kvennabaráttuna međ setu sinni heldur einnig af verkum sínum. Hún lék lykilhlutverk sem menntamálaráđherra viđ ađ afnema ríkiseinokun viđ rekstur ljósvakamiđla međ nýjum útvarpslögum sem leiddu til stofnunar Stöđvar 2 og Bylgjunnar sem fyrstu frjálsu ljósvakamiđlanna, og sem heilbrigđisráđherra leiddi hún vinnu viđ ný lög um fćđingarorlof.

Eig­inmađur Ragn­hild­ar var Ţór Vil­hjálms­son, dóm­ari viđ Hćsta­rétt, Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu og EFTA-dóm­stól­inn og áđur pró­fess­or viđ laga­deild Há­skóla Íslands. Ţór og Ragnhildur voru jafnaldrar og gift í 65 ár og unnu saman í pólitísku starfi á yngri árum en Ţór var t.d. formađur Sambands ungra sjálfstćđismanna. Hann lést í októbermánuđi síđastliđnum.

Stefán Friđrik Stefánsson, ritstjóri Íslendings, ritađi ítarlega grein um feril Ragnhildar áriđ 2006 á vefritiđ sus.is, sem hann ritstýrđi ţá. Ragnhildar var minnst á ţingfundi í dag.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook