Ólöf Nordal látin

Ólöf Nor­dal, vara­formađur Sjálf­stćđis­flokks­ins, alţing­ismađur og fyrr­ver­andi ráđherra, lést í morg­un á Land­spít­al­an­um eft­ir erfiđ veikindi. Hún var fimm­tug ađ aldri - fćddist 3. des­em­ber 1966. For­eldr­ar henn­ar eru Jó­hann­es Nor­dal, fv. seđlabanka­stjóri, og Dóra Guđjóns­dótt­ir Nor­dal, pí­anó­leik­ari og hús­freyja.

Ólöf ólst upp í Laug­ar­ásn­um í Reykja­vík og var nćstyngst af sex systkin­um, Beru, Sig­urđi, Guđrúnu, Sal­vöru og Mörtu. Hún útskrifađist međ stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík áriđ 1986, lög­frćđipróf frá Há­skóla Íslands áriđ 1994 og MBA-gráđu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík áriđ 2002.

Ólöf starfađi lengi viđ lög­frćđistörf og varđ deild­ar­stjóri í sam­gönguráđuneyt­inu áriđ 1996. Ólöf starfađi hjá Verđbréfaţingi Íslands á árunum 1999-2001. Auk ţess sinnti Ólöf stunda­kennslu í lög­frćđi viđ Viđskipta­há­skól­ann á Bif­röst 1999-2002. Hún var deild­ar­stjóri viđskipta­lög­frćđideild­ar skól­ans 2001-2002.

Ţađan lá leiđ Ólaf­ar til Lands­virkj­un­ar, ţar sem hún var yf­ir­mađur heild­sölu­viđskipta 2002-2004. Ólöf varđ framkvćmdastjóri sölusviđs hjá RARIK áriđ 2004, allt ţar til raf­magnssala var tek­in inn í sér­stakt fyr­ir­tćki, Orku­söl­una áriđ 2005, og varđ ţá framkvćmdastjóri Orkusölunnar til ársins 2006.

Ólöf gekk ung í Sjálf­stćđis­flokk­inn og hafđi brennandi áhuga á stjórnmálum. Hún stofnađi Sjálfstćđiskvennafélagiđ Auđi á Austurlandi og gegndi ţar formennsku 2006-2009. Hún gaf kost á sér í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi haustiđ 2006 og náđi ţar glćsilegum árangri, hlaut ţriđja sćtiđ á eftir Kristjáni Ţór Júlíussyni og Arnbjörgu Sveinsdóttur.

Ólöf kom sem ferskur blćr í stjórnmálastarf Sjálfstćđisflokksins í kjördćminu - ávann sér velvild og virđingu allra sem henni kynntust og störfuđu međ. Sjálfstćđisflokkurinn vann kosningasigur voriđ 2007 og Ólöf flaug inn á ţing - flokkurinn var mjög nćrri ţví ađ ná inn fjórđa manni, Ţorvaldi Ingvarssyni. Sem ţingmađur var Ólöf varaformađur samgöngunefndar og átti sćti m.a. í fjár­laga­nefnd, allsherjarnefnd, kjör­bréfa­nefnd, sér­nefnd um stjórnarskrármál, ut­an­rík­is­mála­nefnd, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og velferđarnefnd ţings­ins.

Ólöf gaf kost á sér í Reykjavík í kosningunum 2009, sem bođađ var til í pólitískum átökum eftir hruniđ, og sat á ţingi fyrir Sjálfstćđisflokkinn ţar til ársins 2013, er hún tók sér hlé frá stjórnmálabaráttu og fylgdi eiginmanni sínum í krefjandi störfum hjá Alcoa. Hún var formađur bankaráđs Seđlabankans 2013-2014, ţar til hún varđ ráđherra.

Ólöf varđ innanríkisráđherra í desember 2014, fyrsti utanţingsráđherra Sjálfstćđisflokksins síđan Geir Hallgrímsson var utanríkisráđherra 1983-1986 - Ólöf endurreisti virđingu innanríkisráđuneytisins og starfsfriđ um ţađ eftir mikla átakatíma og sýndi međ ţví hvers hún var megnug í stjórnmálastarfi.


Ólöf var varaformađur Sjálfstćđisflokksins 2010-2013 og svo aftur frá árinu 2015. Hún var aftur kjörin á ţing í kosningunum í október og sat sem innanríkisráđherra ţar til ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók viđ í síđasta mánuđi.

Ólöf greind­ist međ krabba­mein áriđ 2014 - hún háđi hetjulega baráttu viđ sitt mein og sinnti störfum sínum lengst af međ veikindabaráttunni og vakti ađdáun og virđingu fyrir ćđruleysi sitt í baráttunni.

Eft­ir­lif­andi eiginmađur Ólaf­ar er Tóm­as Már Sig­urđsson, for­stjóri. Börn ţeirra Ólaf­ar eru Sigurđur, Jóhannes, Herdís og Dóra.


Sjálfstćđismenn á Akureyri og í Norđausturkjördćmi öllu minnast Ólafar Nordal međ hlýju og virđingu. Viđ ţökkum Ólöfu baráttu sína í ţágu lands og ţjóđar - hún var glćsilegur forystumađur Sjálfstćđisflokksins. Ólöf sýndi međ verkum sínum hversu heilsteypt og sönn hún var.

Viđ vottum fjölskyldu hennar innilega samúđ okkar.



Stefán Friđrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings


Ég býđ fram krafta mína - grein Ólafar Nordal ţegar hún gaf kost á sér í prófkjöri í Norđausturkjördćmi 2006


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook