Kjörstaðir í utankjörfundi í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 2021

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni er hafin. Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um kjörstaði má nálgast á vef stjórnarráðsins. Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar í Norðausturkjördæmi á eftirtöldum stöðum:



Akureyri, Glerártorgi, við austurinngang- Virka daga kl. 10:00 - 18:30.
Um helgar er opið kl. 11:00 - 15:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 - 18:00.

Húsavík, Útgarði 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 - 13:00.
Á kjördag er opið frá kl. 10:00 - 12:00.

Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 – 14:00.
Um helgar er opið kl. 10:00 -13:00.
Á kjördag er opið kl. 10:00 - 12:00.

Þórshöfn, Fjarðarvegi 3, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.


Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélög:

  • Dalvíkurbyggð: Menningarhúsinu Bergi, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12:00 - 14:00.

  • Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, virka daga kl. 10:00 - 15:00.

  • Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.

  • Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 – 15:00 og fimmtudaga 10:00 – 12:00.

  • Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 6, virka daga kl. 12:00 - 15:00.

  • Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 16:00 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00.

  • Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, kl. 10:00 - 15:00.

  • Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur og Karenar Halldórsdóttur, samkvæmt samkomulagi.



Langanesbyggð
Fjarðarvegur 3, 680 Þórshöfn

Afgreiðslutími
Virka daga, 10:00 - 14:00

Vopnafjörður
Lónabraut 2

Afgreiðslutími
Mánudaga til föstudaga, 10:00 - 13:00

Egilsstaðir
Lyngás 15

Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga, 9:00-15:00
Föstudaga, 9:00-14:00

Seyðisfjörður
Bjólfsgötu 7

Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga, 9:00 - 15:00
Föstudaga, 9:00-14:00

Eskifjörður
Strandgata 52

Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga, 9:00 - 15:00
Föstudaga, 9:00-14:00

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði og Djúpavogi og á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum frá og með 6. september til og með 24. september.

  • Borgarfjörður – á skrifstofu sveitarfélagsins
    Opnunartími sami og opnunartími skrifstofunnar, mánudaga til fimmtudaga frá
    kl. 8.00 til 17.00 og föstudaga kl. 8.00 til 13.30

  • Djúpavogur – á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1
    Opnunartími – mánudaga og miðvikudaga kl. 13.00 til 15.00 og föstudaga frá
    kl. 10.00 til 12.00

  • Egilsstaðir – á Bókasafni Héraðsbúa Laufskógum 1
    Opnunartími – virka daga milli kl. 15.00 og 16.00


Valhöll
Utankjörfundarskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll og þangað má leita eftir upplýsingum og aðstoð í síma 855 3999 eða á netfangið utank@xd.is. Þangað má einnig senda utankjörfundaratkvæði í sendiumslögum merktum kjósanda, við komum þeim í rétt kjördæmi. Verkefnisstjóri utankjörfundarskrifstofu er Bryndís Loftsdóttir.

Spurt og svarað varðandi kjósendur með lögheimili erlendis

Hvar get ég kosið?

• Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Sjá upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins.

• Kjósendur sem staddir á Íslandi á tímabilinu 13. ágúst – 25. september geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.

• Kjósendur er minntir á að hafa skilríki með sér á kjörstað.

Hvernig veit ég hvort ég sé á kjörskrá og hvert lendir atkvæði mitt?

• Kjörskrá er alla jafna ekki birt fyrr en 3-5 vikum fyrir kosningar. Sjá upplýsingar á vef Þjóðskrár.

• Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem búið hafa skemur en 8 ár erlendis, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, lendir í því kjördæmi sem kjósandi var síðast með lögheimili skráð á Íslandi.

• Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem hafa kært sig inn á kjörskrá, lendir í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, eftir fæðingardegi kjósanda. Í Reykjavík suður lenda atkvæði þeirra sem fæddir eru fyrri part mánaðar og í Reykjavík norður þeirra sem fæddir eru seinni part mánaðar. Landskjörstjórn ákveður hvar mörkin skuli vera í mánuði, sjá hér.

Þarf ég að kæra mig inn á kjörskrá?

• Ef kjósandi var síðast með lögheimili á Íslandi fyrir innan við 8 árum, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, er hann enn á kjörskrá.

• Ef átta ár eða fleiri eru frá því að kjósandi flutti lögheimili frá Íslandi, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, þarf viðkomandi að kæra sig inn á kjörskrá.

• Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá.

• Ef kjósandi hefur átt heima í fleiri en 8 ár samfellt erlendis og kærði sig inn á kjörskrá fyrir þingkosningar 2017 eða síðar, þarf hann ekki að kæra sig nú í ár þar sem undanþágan frá síðustu þingkosningum gildir í fjögur ár, fram til 1. desember 2021.

Hvar og hvernig kæri ég mig inn á kjörskrá?

• Frestur til kæru rann út í desember á síðasta ár og enn hefur ekki verið veitt undanþága til að framlengingar á fresti. Slík undanþága var veitt fyrir þingkosningar 2009, 2016 og 2017. Verði hún veitt, er hægt að kæra sig inn á kjörskrá hjá Þjóðskrá, sjá nánar hér.

• Sendu okkur línu ef þú hefur misst af kærufrestinum á netfangið utank@xd.is. Við látum þig vita ef kærufrestur verður framlengdur.

Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?

• Kjósandi þarf alltaf að gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til þess að fá kjörgögn afhent.

• Kjörgögn eru; kjörseðil, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.

• Kjörseðil er alveg auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi D

• Kjörseðillinn fer í kjörseðilsumslagið og skal það límt aftur og ekkert er skrifað á það.

• Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.

• Kjörseðilsumslagið og fylgibréfið fara saman í sendiumslag sem fylgir kjörgögnum. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar sem viðkomandi telur sig vera á kjörskrá hjá. Á bakhlið skal alltaf rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda líkt og fram kemur á umslagi.

• Ef atkvæðagreiðslan fer fram í kjördæmi kjósanda, býðst að skilja atkvæðið eftir í kjörkassa.

• Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Sjálfstæðisflokksins – utankjörfundarskrifstofu , Háaleitisbraut 1, 105 RVK og kosningaskrifstofa okkar um land allt. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.

• Samkvæmt lögum er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda en við ráðleggjum fólki að koma atkvæði sínu sjálft til skila með skráðum pósti svo öruggt sé að það berist í tæka tíð og óskráðum pósti ef tíminn er skammur.

• Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða í einhverja kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook