Kjördæmisþing á Akureyri 27. september

Boðað er til aðalfundar kjördæmisráðs þann 27. september nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 10:00 með skýrslu fráfarandi stjórnar. Eftir það tekur við hefðbundin dagskrá aðalfundar í samræmi við lög ráðsins.

Ráðgert er að fundurinn standi til kl. 17:00. Þátttökugjald fulltrúa er 2.500 kr.
Samhliða fundinum verður haldinn aðalfundur Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.

Boðið verður upp á hádegisverð í Hofi gegn vægu gjaldi.

Eftir aðalfundinn verður haldið á Icelandair Hótel á Akureyri þar sem boðið verður upp á steikarhlaðborð og eftirrétt og síðar um kvöldið munum við efna til fögnuðar með nýrri stjórn kjördæmisráðs og vonandi sem flestum Sjálfstæðismönnum úr kjördæminu.
Verð fyrir kvöldverð á Icelandair Hótel er 5.900 kr.

Gisting
Icelandair Hótel á Akureyri býður fulltrúum aðalfundarins upp á gistingu á tilboði:
Eins manns herbergi með morgunverði 13.900 kr. nóttin.
Tveggja manna herbergi með morgunverði 15.900 kr. nóttin.
Vinsamlegast bókið herbergi í tíma.

Nánari dagskrá aðalfundarins verður send út innan tíðar.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook