Kjördæmisþing á Akureyri - Kristinn kjörinn formaður

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn á Akureyri í dag. Kristinn Frímann Árnason var kjörinn formaður kjördæmisráðs í stað Ragnars Sigurðssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Auk Kristins voru kjörin í stjórn: María H. Marinósdóttir, Stefán Friðrik Stefánsson, Ragnar Sigurðsson, Anna Alexandersdóttir, Valdimar Hermannsson, Bergþóra Þórhallsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Jón Orri Guðjónsson, Olga Gísladóttir, Páll Guðjónsson, Friðrik Sigurðsson, Magni Þór Harðarson, Jakob Sigurðsson og Þórhallur Harðarson.

Ingvar Leví Gunnarsson var kjörinn formaður KUSNA, Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, á aðalfundi, sem var haldinn samhliða kjördæmisþinginu, og situr sem formaður sjálfkrafa í aðalstjórn kjördæmisráðsins.

Í varastjórn voru kjörin: Sindri Karl Sigurðsson, Árni Helgason, Karl Lauritzson, Sigurbergur Ingi Jóhannsson, Leifur Hallgrímsson, Rannveig Kr. Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Snædal, Þorgrímur Daníelsson, Andrés Elísson, Elías Gunnar Þorbjörnsson, Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Hannes Höskuldsson, Svava Lárusdóttir og Davíð Þór Sigurðsson.

Þrír gáfu kost á sér til setu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, jafn margir og kjósa skal. Þeir eru: Guðmundur Skarphéðinsson, Oktavía Jóhannesdóttir og Valdimar Hermannsson. Þrír gáfu kost á sér til vara í miðstjórn, jafn margir og kjósa skal. Þeir eru: Ragnar Sigurðsson, Stefán Friðrik Stefánsson og Anna Alexandersdóttir.


Í kjörnefnd voru kjörin: Stefán Friðrik Stefánsson, Ragnar Sigurðsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Elías Gunnar Þorbjörnsson, Sigurjón Jóhannesson, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Ágústa Björnsdóttir, Adolf Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Anna Alexandersdóttir, Sævar Guðjónsson, Friðrik Sigurðsson og Anna María Elíasdóttir. Til vara voru kjörnir Ásgeir Logi Ásgeirsson og Jón Orri Guðjónsson. Formaður kjördæmisráðs og formenn fulltrúaráða eru sjálfkjörnir í kjörnefnd.

Í flokksráð voru kjörin: Ólafur Jónsson, Björn Magnússon, Svava Hjaltalín, Harpa Halldórsdóttir, Sigurbergur Ingi Jóhannsson, Hannes Höskuldsson, Davíð Þór Sigurðsson, Adda Birna Hjálmarsdóttir, Jóhanna Hallgrímsdóttir og Anna María Elíasdóttir. 

Til vara í flokksráð voru kjörin: Emma Tryggvadóttir, Þórarinn Kristjánsson, Auður Anna Ingólfsdóttir, Þórhallur Jónsson, Gerður Ringsted, Reynir Schiöth, Hanna Dögg Maronsdóttir, Óskar Þór Hallgrímsson, Vilhjálmur Snædal og Jóhann Hjaltason.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook