Kjördæmisþing 3. og 4. september

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram dagana 3. og 4. september nk. í Skjólbrekku, Mývatni. Á fundinum fer röðun á framboðslista flokksins fyrir komandi þingkosningar fram skv. 56. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins.

Röðun skv. 56. gr. skipulagsreglna gerir ráð fyrir því að aðal- og varamenn í kjördæmisráði raði í efstu sæti framboðslista. Þingið er því tvöfalt, þ.e. aðal- og varamenn í kjördæmisráði er kjörgengir. Samkvæmt ákvörðun síðasta kjördæmisþings verður raðað í sex efstu sætin.

Á fundinum, síðari daginn, verður jafnframt kosið um fullskipaðan framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar.

Nánari leiðbeiningar, framboðsfrestur, kynningar frambjóðenda, skráning á þingið og fleira verður sent út síðar.

Þar sem þingið er fjölmennt og á annatíma ferðaþjónustunnar er mikilvægt fyrir félögin og fulltrúa að fara huga að því að manna þingið. Því er mikilvægt að öll félög hafi lokið við að halda aðalfund þar sem kjörnir eru fulltrúar til setu á kjördæmisþingi, bæði aðal- og varamenn.

Vakin er athygli á skipulagsreglum flokksins og lögum Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:
http://www.xd.is/um-flokkinn/log-og-reglur/.


Nánari upplýsingar um fyrirkomulag röðunar á framboðslista veitir formaður kjörnefndar:

Ragnar Sigurðsson
Sími: 6983760
Netfang: raustehf@simnet.is


Kær kveðja
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook