Ķslenskur landbśnašur til framtķšar

Ķ vik­unni skipaši ég verk­efn­is­stjórn um mót­un land­bśnašar­stefnu fyr­ir Ķsland. Sķšastlišin tvö įr hef­ur įtt sér staš metnašarfull vinna sem hef­ur lagt grunn aš žess­ari stefnu­mót­un, m.a. meš svišsmynda­grein­ingu KPMG um framtķš land­bśnašar­ins įriš 2040. Af žeirri grein­ingu er ljóst aš ķs­lensk­ur land­bśnašur stend­ur aš mörgu leyti į kross­göt­um. Žvķ er ég sann­fęršur um aš nś sé rétti tķm­inn til aš fara ķ žessa vinnu og skapa sam­eig­in­lega sżn og įhersl­ur til framtķšar.
Um­fangs­mik­il svišsmynda­grein­ing KPMG

Sum­ariš 2018 hófst vinna KPMG viš aš skoša mögu­legt starfs­um­hverfi ķs­lensks land­bśnašar til įrs­ins 2040. Gerš svišsmynda hófst į sum­ar­mįnušum 2018 og fól ķ sér breiša aškomu ašila śr land­bśnaši og frį neyt­end­um. Vinnu­ferliš fól ķ sér gagna­öfl­un meš vištöl­um, net­könn­un, opn­um fund­um į sex landsvęšum og grein­ingu į op­in­ber­um gögn­um. Haldn­ar voru vinnu­stof­ur žar sem grunn­gerš svišsmynda um framtķš land­bśnašar var mótuš og ķ kjöl­fariš hófst śr­vinnsla og sam­an­tekt nišurstašna. Alls tóku um 400 ein­stak­ling­ar žįtt ķ verk­efn­inu. Svišsmynda­grein­ing KPMG var žvķ um­fangs­mikiš, opiš og metnašarfullt ferli.

Ķ svišsmynda­grein­ing­unni var tališ naušsyn­legt aš móta heild­stęša stefnu grein­ar­inn­ar, land­bśnašar­stefnu fyr­ir Ķsland. Į žess­um trausta grunni hef­ur vinna viš mót­un stefn­unn­ar veriš sett form­lega af staš. Ég er af­skap­lega įnęgšur aš hafa fengiš žau Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi rįšherra og žing­mann, og Hlé­dķsi Sveins­dótt­ur, rįšgjafa og verk­efna­stjóra, ķ verk­efn­is­stjórn um mót­un stefn­unn­ar.
Sam­vinnu­verk­efni

Mót­un land­bśnašar­stefnu er sam­vinnu­verk­efni stjórn­valda, bęnda, neyt­enda og at­vinnu­lķfs. Verk­efn­is­stjórn mun efna til funda meš bęnd­um og öšrum hagašilum ķ žvķ skyni aš virkja žį til žįtt­töku ķ stefnu­mót­un­inni. Jafn­framt veršur sam­rįš viš žing­flokka. Sam­kvęmt skip­un­ar­bréfi verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar skal viš mót­un land­bśnašar­stefnu litiš til eft­ir­far­andi meg­inžįtta:

1. Meš öfl­ug­um land­bśnaši verši Ķsland leišandi ķ fram­leišslu į heil­nęm­um land­bśnašar­af­uršum – sér­stak­lega verši hugaš aš fęšu- og mat­vęla­ör­yggi og sam­keppn­is­hęf­um rekstr­ar­skil­yršum ķ sįtt viš um­hverfi og sam­fé­lag.

2. Tryggš verši byggšafesta meš nżt­ingu tęki­fęra ķ krafti nż­sköp­un­ar og vöružró­un­ar sem taki miš af gręn­um lausn­um, mat­ar­menn­ingu og sjįlf­bęrni.

3. Mennt­un, rann­sókn­ir og žróun mót­ist af hęfi­legri samžętt­ingu fręšilegra višfangs­efna og rįšgjaf­ar ķ žįgu žeirra sem stunda land­bśnaš og vinnslu land­bśnašar­af­urša.

4. Meš hvöt­um og stušningi verši dregiš śr um­hverf­isįhrif­um og stušlaš aš vernd­un, end­ur­heimt og nżt­ingu land­vist­kerfa ķ sam­ręmi viš heims­mark­miš Sam­einušu žjóšanna um sjįlf­bęra žróun frį įr­inu 2016.
Tķma­bęr end­ur­skošun

Viš mót­un land­bśnašar­stefnu gefst tęki­fęri til aš tak­ast į viš žaš verk­efni aš Ķsland verši leišandi ķ fram­leišslu į heil­nęm­um land­bśnašar­af­uršum, en į sama tķma horfa til žess aš ķs­lensk­ur land­bśnašur er ekki ašeins fram­leišslu­fer­ill į mat­vęl­um. Ķslensk­ur land­bśnašur hvķl­ir į breišari grunni. Hann er hluti af vit­und okk­ar um nįtt­śr­una, lķfs­sżn bónd­ans og veršmęt­in sem fel­ast ķ heišum og döl­um. Land­bśnašar­stefna fyr­ir Ķsland žarf aš byggj­ast į žess­ari arf­leifš en um leiš veršum viš aš horf­ast ķ augu viš aš kröf­ur, smekk­ur, višhorf og lķfstķll breyt­ast hratt – nįn­ast dag frį degi.

Ég er sann­fęršur um aš meš mót­un land­bśnašar­stefnu fyr­ir Ķsland gef­ist kęr­komiš tęki­fęri til aš skapa sam­eig­in­lega sżn og skżr­ar įhersl­ur til framtķšar. Slķk stefnu­mót­un get­ur oršiš aflvaki nżrra hug­mynda og lausna. Sam­hliša gefst tęki­fęri til aš end­ur­skoša land­bśnašar­kerfiš frį grunni. Viš žurf­um ekki aš ótt­ast end­ur­skošun. Hśn er löngu tķma­bęr og ég er sann­fęršur um aš hśn er for­senda frek­ari framžró­un­ar grein­ar­inn­ar.

Kristjįn Žór Jślķusson
sjįvarśtvegs- og landbśnašarrįšherra


Svęši

Sjįlfstęšisflokkurinn į Akureyri  | Ašsetur: Kaupangi v/Mżrarveg  |  Ritstjóri Ķslendings: Stefįn Frišrik Stefįnsson  |  XD-Ak į facebook