Ísland allt blómstri

Fundur um hugmyndir að nýrri byggða- og landbúnaðarstefnu - Hlíðarbæ miðvikudaginn 4. október kl. 20.00

Framsögumenn verða Haraldur Benediktsson og Óli Björn Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins

Fundarstjóri verður Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra.

Allir velkomnir.

Við viljum að ný byggða- og landbúnaðarstefna leggi grunn að náttúruvernd og styðji við sögu og menningu þjóðarinnar. 

Við teljum nauðsynlegt að samþætta hagsmuni þéttbýlis og dreifbýlis og stuðla að því að höfuðborgin sinni skyldum sínum við landsbyggðina og landsbyggðin við höfuðborgina.

Markmiðið er að skapa tækifæri um allt land þannig að ungt fólk hafi raunverulegt valfrelsi um að velja sér búsetu.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook