Hverfisgöngur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Sjálfstæðismenn ganga um hverfi Akureyrar á næstunni. Tilgangurinn er að gefa íbúum tækifæri á að hitta bæjarfulltrúa og trúnaðarmenn flokksins og koma með ábendingar um það sem betur má fara.

Allir eru velkomnir - okkur langar til að hitta þig, heyra hvað þú hefur að segja um hverfið þitt: hver staðan er á göngustígum, umferðaröryggi, leikvöllum, í skipulagsmálum og öðru mikilvægu.

Hér má sjá nánari upplýsingar um dagsetningar í hverfisgöngunum og tímasetningar þeirra.

Miðvikudaginn 29. apríl: Oddeyri
Við hittumst við Oddeyrarskóla kl. 17:00 

Miðvikudaginn 6. maí: Lunda og Gerðahverfi
Við hittumst við Lundarskóla kl. 17:00 

Miðvikudaginn 13. maí: Holta- og Hlíðarhverfi
Við hittumst við Glerárskóla kl. 17:00 

Miðvikudaginn 20. maí: Giljahverfi
Við hittumst við Giljaskóla kl. 17:00 

Föstudaginn 22. maí: Brekka og Innbær
Við hittumst við Brekkuskóla kl. 17:00 (endað í hamingjustund á Icelandair Hótel)

Miðvikudagur 27. maí: Naustahverfi
Við hittumst við Naustaskóla kl. 17:00

Fimmtudaginn 28. maí: Síðuhverfi
Við hittumst við Síðuskóla kl. 17:00

Miðvikudagur 3. júní: Miðbærinn
Við hittumst við Akureyrarkirkju kl. 16:00 (endað í hamingjustund á Múlabergi)

Föstudagur 12. júní: Hrísey
Við hittumst við Hríseyjarskóla kl. 17:00 

Föstudagur 19. júní: Kvennaganga
nánar auglýst síðar

Laugardagur 27. júní: Grímsey 
nánar auglýst síðar

Hægt verður að fylgjast með hópnum á Facebooksíðu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Göngurnar hefjast kl. 17:00, nema gangan sem er í miðbænum sem hefst kl. 16:00.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook