Halldór Halldórsson látinn

 

Halldór Halldórsson, blađamađur, lést í Reykjavík 11. júní sl. eftir erfiđ veikindi, 65 ára ađ aldri.

Halldór fćddist á Akureyri 1. júlí 1949. Foreldrar hans voru Sigríđur Guđmundsdóttir, húsmóđir, og Halldór Halldórsson, prófessor, og var hann yngsta barn ţeirra.

Halldórlauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíđ 1970, nam ţjóđfrćđi viđ Há­skól­ann í Lundi 1970-1971 og lauk BA-prófi í heim­speki og bók­mennta­frćđi viđ Há­skóla Íslands 1977. Áriđ 1980 lauk hann svo MA-prófi í fjöl­miđla­frćđi viđ Uni­versity of North Carol­ina at Chap­el Hill.

Starfs­fer­ill Hall­dórs hófst á Alţýđublađinu sem próf­arka­les­ari frá 1965 til 1975 og sem fréttamađur hjá RÚV frá 1975 en ţar starfađi hann međ hlé­um fram til 1992 í ýms­um störf­um, sem fréttamađur, frétta­rit­ari í Banda­ríkj­un­um og dag­skrár­rit­stjóri. Hann var rit­stjóri Íslend­ings, blađs Sjálfstćđisflokksins á Ak­ur­eyri, 1982-84 og rit­stjóri Helgar­pósts­ins 1984-88 ţar sem hann hafđi starfađ sem blađamađur 1979.

Áriđ 1984 ritađi Halldór pólitíska ćvisögu Jóns G. Sólnes, fyrrum alţingismanns, bankastjóra og bćjarfulltrúa á Akureyri. Ţar gerđi Jón upp viđ pólitískan feril sinn í áratugi og átakamál áriđ 1979 innan flokksins í Norđurlandskjördćmi eystra sem leiddi til sérframbođs hans og ađ lokum endurkomu hans í bćjarstjórn á árinu 1982 eftir sigur í prófkjöri flokksins. 

Í blađamannstíđ sinni varđ hann ţekktastur fyrir skrif um Hafskipsmáliđ í Helgarpóstinn 1985 og skrifađi ţar margar eftirminnilegar greinar sem bar merki ritsnilld hans og góđu skynbragđi á fréttamál. Var hann eftir ţađ jafnan nefndur fyrsti rannsóknarblađamađurinn á Íslandi.

Frá 1992 sinnti hann ađallega kynn­ing­ar­mál­um og fjöl­miđlaráđgjöf á eig­in veg­um en hann átti sćti í siđanefnd Blađamanna­fé­lags Íslands og var um tíma vara­formađur ţess.

Skömmu fyrir andlát sitt var Halldór Halldórsson gestur í viđtalsţćtti á Rás 1 hjá Árna Ţórarinssyni, samstarfsmanni hans í blađamennsku forđum daga. 

Hall­dór lćt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu, Ingi­björgu G. Tóm­as­dótt­ur, dótt­ur­ina Hrafn­hildi og stjúp­börn­in Tóm­as Frey og Gerđi Ósk, auk sjö barna­barna.


Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri ţakkar Halldóri fyrir störf ađ Íslendingi forđum daga og fćrir fjölskyldu hans innilegar samúđarkveđjur.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook