Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir - framboðskynning

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Ólafsfirði, gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 29. maí nk.

"Ég heiti Gunnlaug Helga og er 25 ára gömul (f. 1995). Ég sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar sem ég hef ríkan hug á því að efla samfélagið okkar hér í Norðausturkjördæmi með aukinni atvinnuuppbyggingu, menntun, bættumsamgöngum og öruggri dreifingu raforku um svæðið. Það er mikilvægt að rödd okkarí Fjallabyggð heyrist og tel ég mig vera ágætan talsmann sveitarfélagsins.

Ég er menntaður sjávarútvegsfræðingur og í meistaranámi við Iceland School of Energyþar sem ég læri um sjálfbæra orkunýtingu. Samhliða því námi er ég að bæta við mig viðbótardiplómu í Alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Ég er jafnframt gjaldkeri Sjálfstæðisfélags Ólafsfjarðar, meðlimur í stjórn Loftslagsráðs Sjálfstæðisflokksins og varamaður ungmennafulltrúa Íslands á sviði loftslagsmála hjá Sameinuðu Þjóðunum.

Ég tel að framtíðin sé björt og þá sérstaklega ef ég fæ að taka þátt í því að skapa hana."


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook