Guðlaugur Þór kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

Tillaga miðstjórnar til breytinga á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins var samþykkt á flokksráðsfundi á Grand Hótel í dag. Skv. þeim breytingum er lagt niður embætti 2. varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, gegndi á árunum 2012-2013, allt þar til hann varð heilbrigðisráðherra.

Þess í stað kemur til sögunnar embætti ritara. Á flokksráðsfundinum var Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, kjörinn ritari með 83% atkvæða. Guðlaugur Þór hefur gegnt þingmennsku frá árinu 2003 og var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Áður hafði Guðlaugur Þór verið formaður SUS á árunum 1993-1997 og verið borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1998-2006.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook