Gönguferð í Stuðlagil

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi boðar til gönguferðar í Stuðlagil í Jökuldal laugardaginn 10. júlí. Tilvalið að taka alla fjölskylduna með í frábæran göngutúr um þessa náttúruperlu Múlaþings. Veðurspáin á Austurlandi er mjög góð fyrir þennan dag. Áætlað er að gönguferðin taki um 3- 4 tíma.

Gangan hefst klukkan 11:00 frá bílastæðinu vestan megin við brúna við Klaustursel í efri Jökuldal (athugið að ekki má keyra yfir brúna).

Gönguleið frá Klausturseli
Keyrt er suður af hringveginum (vegi nr. 1) um Jökuldal inn á veg númer 923. Þaðan eru um 14 kílómetrar að bænum Klausturseli. Þaðan er gengið yfir brúna og áfram eftir slóða, rúmlega 5 kílómetra löng ganga, þangað sem hægt er að komast niður í gilið. Á leiðinni er tignarlegur foss, Stuðlafoss, sem fellur fram af þverhníptu stuðlabergi.

Þessi gönguleið er rúmlega 10 kílómetra löng samanlagt og þegar gert er ráð fyrir að stoppað sé við fossinn og gilið sjálft gæti hún tekið 3 tíma.

Það er mögnuð upplifun að fara ofan í gilið og upplifa stuðlabergið allt um kring en þegar komið er að gilinu ber að hafa í huga að klettar og steinar geta verið blautir og þar af leiðandi mjög sleipir.

Nánar um gönguleiðina á vefnum east.is

Að lokinni göngu verður farið í Vök á Egilsstöðum fyrir þá sem vilja og svo verður deginum slúttað með góðri grillveislu.

Hvetjum alla til að mæta!


Slóð á viðburðinn


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook