Fyrsti fundur bæjarstjórnar - kosið í nefndir og ráð

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Akureyrar að loknum sveitarstjórnarkosningum 31. maí sl. fór fram í Ráðhúsinu í dag. Þar var kynntur málefnasamningur nýs meirihluta bæjarstjórnar, myndaður af L-, S- og B-lista, og kosið í nefndir og ráð Akureyrarbæjar.

Eiríkur Björn Björgvinsson verður áfram bæjarstjóri á Akureyri, Matthías Rögnvaldsson verður forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, verður 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta aflið í nýrri bæjarstjórn með þrjá fulltrúa - nú hefur flokkurinn aðalmenn í öllum nefndum bæjarins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndum, kjörnir á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar, eru:

Bæjarráð
Aðalmaður: Gunnar Gíslason - Varamaður: Eva Hrund Einarsdóttir

Skólanefnd
Aðalmaður: Eva Hrund Einarsdóttir - Varamaður: Hanna Dögg Maronsdóttir

Skipulagsnefnd
Aðalmaður: Sigurjón Jóhannesson - Varamaður: Stefán Friðrik Stefánsson

Framkvæmdaráð
Aðalmaður: Njáll Trausti Friðbertsson - Varamaður: Jón Orri Guðjónsson

Akureyrarstofa
Aðalmaður: Eva Hrund Einarsdóttir - Varamaður: Hanna Dögg Maronsdóttir

Félagsmálaráð
Aðalmaður: Oktavía Jóhannesdóttir - Varamaður: Svava Þ. Hjaltalín

Samfélags- og mannréttindaráð
Aðalmaður: Bergþóra Þórhallsdóttir - Varamaður: Heiðrún Ósk Ólafsdóttir

Hafnarstjórn
Aðalmaður: Baldvin Valdemarsson - Varamaður: Ármann Sigurðsson

Íþróttaráð
Aðalmaður: Þórunn Sif Harðardóttir - Varamaður: Ragnheiður Runólfsdóttir

Umhverfisnefnd
Aðalmaður: Kristinn Frímann Árnason - Varamaður: Ármann Sigurðsson

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Aðalmaður: Njáll Trausti Friðbertsson

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra

Aðalmaður: Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir - Varamaður: Hjördís Stefánsdóttir

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður: Gunnar Gíslason - Varamaður: Njáll Trausti Friðbertsson

Eyþing
Aðalmenn: Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir
Varamenn: Njáll Trausti Friðbertsson og Bergþóra Þórhallsdóttir

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar
Aðalmaður: Gunnar Gíslason - Varamaður: Eva Hrund Einarsdóttir


Fundargerð bæjarstjórnarfundar - 18.06.2014


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook