Fundir í málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins 9. september

Miðvikudaginn 9. september standa málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins fyrir opnum fundum í Valhöll þar sem flokksmenn koma saman til að ræða og leggja drög að stefnu flokksins í aðdraganda landsfundar.

Fyrri fundurinn verður klukkan 12:00. Fundirnir verða haldnir í Valhöll en jafnframt verður hægt að taka þátt í gegnum Zoom-forritið. Nánari upplýsingar um þátttöku í gegnum Zoom verða birtar á heimasíðu flokksins, xd.is, hinn 9. september.
Að þessu sinni munu umræður eiga sér stað í þemahópum. Í upphafi fundar eru þemu kynnt til leiks og að því lokna skipta fundarmenn sér í smærri hópa þar sem einstaka þemu eru tekin fyrir og rædd.

Þemu sem rædd verða milli kl. 12:00-13:00
• Fjölbreyttari lífsmarkmið
• Eldri og hressari þjóð
• Mörk hins persónulega og pólitíska
• Nýsköpun

Seinni fundurinn verður kl. 16:00. Þemu sem rædd verða milli kl. 16:00-17:00
• Meiri kröfur til hins opinbera
• Opið og alþjóðlegt samfélag
• Gerum það sem virkar
• Umhverfisvitund og sjálfbærni

Flokksmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í málefnastarfi flokksins


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook