Framboðskynning á Íslendingi 3. - 11. maí

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verða kynntir á vefritinu og á facebook-síðu flokksins í kjördæminu dagana 3. - 11. maí, einn á dag, í þeirri röð sem þeir munu verða á kjörseðlinum í prófkjörinu.

Dregið var um röðina á fundi með frambjóðendum og kom þar upp nafn Ragnars Sigurðssonar - önnur nöfn koma svo í kjölfarið í stafrófsröð.

Röðin verður því með þessum hætti:


Ragnar Sigurðsson, 40 ára, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Reyðarfirði
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 27 ára, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi, Akureyri
Berglind Harpa Svavarsdóttir, 45 ára, bæjarfulltrúi og formaður byggðaráðs, Egilsstöðum
Einar Freyr Guðmundsson, 18 ára, menntaskólanemi, Egilsstöðum
Gauti Jóhannesson, 57 ára, forseti sveitarstjórnar, Djúpavogi
Gunnar Hnefill Örlygsson, 31 árs, framkvæmdamaður og fjármálaverkfræðinemi, Húsavík
Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, 25 ára, háskólanemi, Ólafsfirði
Ketill Sigurður Jóelsson, 34 ára, verkefnastjóri, Akureyri 
Njáll Trausti Friðbertsson, 51 árs, alþingismaður, Akureyri


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook