Framboðsfrestur í prófkjöri rennur út 22. apríl

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið laugardaginn 29. maí 2021 - kosið verður í fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í alþingiskosningum 25. september nk.

Framboðsfrestur rennur út fimmtudaginn 22. apríl kl. 15:00

Kynningarefni um frambjóðendur birtist á prófkjörssíðu á vefritinu Íslendingi eftir að framboðsfresti lýkur.


MEÐMÆLENDUR

  • Áður en framboði er skilað inn þurfa frambjóðendur að tryggja sér 20-40 meðmælendur sem eru flokksbundnir og búsettir í Norðausturkjördæmi. Hver og einn flokksmaður má mæla með allt að 5 frambjóðendum. 

FRAMBOÐ

  • Frambjóðendur þurfa að skila inn allt að 200 orða kynningarbréf og prófílmynd um leið og framboði er skilað.

ÝMSAR UPPLÝSINGAR

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Gunnlaugsson, formaður kjörnefndar, í símanr. 861 1840 og í tölvupósti á hilmargunnlaugsson@mac.com.


Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook