Eva Hrund Einarsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Eva Hrund Einarsdóttir, bćjarfulltrúi, tilkynnti á fundi fulltrúaráđs sjálfstćđisfélaganna á Akureyri í gćrkvöldi ađ hún gćfi ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í vor. Hún hefur setiđ í bćjarstjórn frá árinu 2014.

Eva Hrund er fćdd á Akureyri 26. febrúar 1977. Eva Hrund varđ stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1998 og útskrifađist sem viđskiptafrćđingur úr Háskólanum á Akureyri 2003.

Eftir nám hóf hún störf sem ráđgjafi hjá Capacent. Frá árinu 2008 hefur Eva Hrund veriđ starfsmannastjóri hjá Lostćti. Ţar sér hún um starfsmannamál, áćtlanagerđ, gćđa- og öryggismál ásamt hluta af fjármálastjórnun. Fyrirtćkiđ hefur vaxiđ og dafnađ og er eitt stćrsta sinnar tegundar á landsbyggđinni, međ í kringum 70 starfsmenn á Akureyri og Reyđarfirđi.

Eva Hrund er annar af stofnendum fyrirtćkisins og félagsskaparins EXEDRA sem er tengslanet og vettvangur umrćđna fyrir fjölbreyttan hóp kvenna úr fremstu röđ í öllu atvinnulífinu. Eva starfađi nokkur ár sem framkvćmdastjóri fyrirtćkisins en er í dag stjórnarformađur. 

Eva sat í stjórn Landsbankans viđ uppbyggingu eftir hrun. Hún sat í stjórn fasteigna og í framkvćmdaráđi hjá Akureyrarbć árin 2008-2009 og var formađur Góđvina Háskólans á Akureyri um tíma.

Eins og fyrr segir hefur Eva Hrund veriđ bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri frá 2014. Hún hefur veriđ formađur frístundaráđs og formađur MAK frá 2020 og setiđ í stjórn Norđurorku frá 2019. Eva Hrund sat áđur í stjórn Akureyrarstofu 2014-2020 og í skólanefnd 2014-2016. Eva Hrund hefur veriđ 2. varaforseti bćjarstjórnar frá 2018. Hún sat í bćjarráđi 2018-2019.

Eva Hrund er gift Árna Kár Torfasyni og eiga ţau saman tvćr dćtur, Hildi Sigríđi og Katrínu Lilju.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson   XD-AK á facebook