Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á fjölmennasta landsfundi í sögu flokksins um helgina í kosningu við Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. 1.712 landsfundarfulltrúar greiddu atkvæði í formannskjörinu.

Bjarni hlaut 1.010 atkvæði eða 59,4 en Guðlaugur Þór hlaut 687 atkvæði, 40,4% 22 atkvæði voru auð eða ógild. Bjarni hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum frá árinu 2009.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var endurkjörin varaformaður með 1.224 atkvæðum eða 88,8% 50 atkvæði voru auð eða ógild.

Vilhjálmur Árnason var kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins. Tvær umferðir þurfti til að fá niðurstöðu þar sem enginn hlaut meirihluta í fyrri umferð. Vilhjálmur hlaut 538 atkvæði í seinni umferð eða 58,2%. Bryndís Haraldsdóttir hlaut 386 atkvæði eða 41,8%. 13 atkvæði voru auð og ógild.

Í fyrri umferð hlaut Vilhjálmur 606 atkvæði eða 43,3%, Bryndís hlaut 505 atkvæði eða 36,2% og Helgi Áss Grétarsson hlaut 267 atkvæði eða 19,1%. 


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook