Berglind Ósk hættir sem varabæjarfulltrúi

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, hefur beðist lausnar sem varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og úr nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar. Lausnarbeiðni hennar var samþykkt í bæjarstjórn nú síðdegis í dag og tekur þegar gildi.

Berglind Ósk hefur verið varabæjarfulltrúi frá kosningum 2018 og setið í nefndum af hálfu flokksins á kjörtímabilinu. Hún var kjörin alþingismaður í kosningunum 25. september sl. 

Þórunn Sif Harðardóttir verður varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins (auk Láru Halldóru Eiríksdóttur og Þórhalls Harðarsonar) við afsögn Berglindar Óskar. Hún var áður varabæjarfulltrúi flokksins 2016-2018 við afsögn Njáls Trausta Friðbertssonar úr bæjarstjórn. 

Elías Gunnar Þorbjörnsson sem var ofar á lista en Þórunn Sif í kosningunum 2018 baðst undan því að taka sæti sem varabæjarfulltrúi flokksins.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook