Baldvin Jónsson kjörinn formaður KUSNA

Aðalfundur Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi (KUSNA) fór fram í Kaupangi í dag. 

Baldvin Jónsson í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri var kjörinn formaður KUSNA. Í stjórn KUSNA sitja formenn eða fulltrúar ungliðafélaga í kjördæminu og stjórnarmenn Norðausturkjördæmis í SUS. Stjórnin er samstarfsvettvangur kjörinna fulltrúa ungliðafélaganna í kjördæminu.

Í stjórninni sitja:

Baldvin Jónsson, formaður KUSNA, Akureyri
Gunnar Hnefill Örlygsson, formaður Mjölnis, Norðurþingi
Húnbogi Sólon Gunnþórsson, stjórnarmaður í SUS, Fjarðabyggð
Íris Ósk Gísladóttir, stjórnarmaður í Verði, Akureyri
Jónas Ástþór Hafsteinsson, stjórnarmaður í SUS, Fljótsdalshéraði
Melkorka Ýrr Yrsudóttir, stjórnarmaður í SUS, Akureyri
Sigurður Ingvi Gunnþórsson, formaður Hávarrs, Fjarðabyggð
Unnur Arna Borgþórsdóttir, formaður Lagarins, Fljótsdalshéraði
Unnur Sif Hjartardóttir, formaður Óðins, Seyðisfirði
Ægir Örn Arnarson, formaður Njarðar, Fjallabyggð 

Á aðalfundinum voru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum KUSNA og almennar umræður um kosningabaráttuna framundan.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook