Auglýst eftir framboðum í röðun á kjördæmisþingi

Samkvæmt ákvörðun kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram röðun á framboðslista framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Röðunin fer fram á sérstökum fundi kjördæmisráðsins þar sem bæði aðal- og varamenn eiga sæti, sbr. 56. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Á fundi sem raðar upp framboðslista skal gengið til kosninga meðal fundarmanna um eins mörg sæti á listanum og ákveðið hefur verið að raða í. Byrjað er á því að kjósa um 1. sætið. Þegar ljóst er hver skipar það sæti er óskað eftir framboðum um 2. sæti. Þar geta þeir sem ekki hlutu kosningu í 1. sætið tekið áfram þátt með framboði sínu til næsta sætis o.s.frv.

Hér með er auglýst eftir tillögum að framboðum til röðunar. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til röðunar. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum.

Tillögum að framboðum ber að skila til Ragnars Sigurðssonar formanns kjörnefndar á raustehf@simnet.is og á xd@xd.is.

Röðun og framboðsfrestur:

Norðausturkjördæmi – röðun.  Framboðsfrestur: Mánudagurinn 29. ágúst kl. 12:00.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook