Ásthildur Sturludóttir verđur bćjarstjóri á Akureyri

Ásthildur Sturludóttir, fyrrum bćjarstjóri í Vesturbyggđ, verđur nćsti bćjarstjóri á Akureyri. Hún var ráđin úr hópi 16 umsćkjenda um embćtti bćjarstjóra. Ásthildur verđur ţrettándi bćjarstjórinn frá ţví fyrst var ráđiđ í embćttiđ áriđ 1919 - önnur konan á bćjarstjórastóli á eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, sem var bćjarstjóri 2007-2009.

Ásthildur er fćdd 10. júní 1974, uppalin í Stykkishólmi. Foreldrar hennar eru Sturla Böđvarsson, fyrrum bćjarstjóri í Stykkishólmi, ráđherra og forseti Alţingis, og Hallgerđur Gunnarsdóttir, lögfrćđingur.

Ásthildur er međ BA-próf í stjórnmálafrćđi frá Háskóla Íslands og MPA-gráđu (Master of Public Administration) í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York.

Hún starfađi áđur sem verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu og markađs- og samskiptasviđi Háskóla Íslands. Hún var einnig verkefnisstjóri viđ byggingu tónlistar- og ráđstefnuhússins Hörpu, framkvćmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og atvinnuráđgjafi hjá SSV-ţróun og ráđgjöf.

Ásthildur var bćjarstjóri í Vesturbyggđ 2010-2018. Eiginmađur hennar er Hafţór Gylfi Jónsson frá Patreksfirđi. Saman eiga ţau dótturina Lilju Sigríđi og soninn Daníel, sem Hafţór átti í fyrra hjónabandi.

Ásthildi Sturludóttur er óskađ til hamingju međ embćttiđ og velgengni í störfum sínum sem bćjarstjóri hér á Akureyri.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook