Ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit 1. apríl 2017, lýsir yfir eindregnum stuðningi við þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Mikilvægt er að þjóðin fái með beinum og lýðræðislegum hætti tækifæri til að segja hug sinn í málinu - hafi áhrif á það hvar flugvöllur­inn og miðstöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyrirsjáan­legri framtíð.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook