Aldarafmćli Íslendings

Í dag, 9. apríl, er öld liđin frá ţví fyrsta tölublađ Íslendings, sem síđar varđ málgagn Sjálfstćđisflokksins á Akureyri, kom út. Blađiđ hefur alla tíđ veriđ áberandi ţáttur í starfi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri, en var stofnađ áđur en bćđi Íhaldsflokkurinn og Sjálfstćđisflokkurinn komu til sögunnar. Frá upphafi var ţó stefnt ađ ţví ađ blađiđ vćri borgaralega sinnađ ţjóđmálarit og áberandi sem slíkt.

Undanfara ađ útgáfu Íslendings má rekja til útgáfu Dagblađsins hér á Akureyri haustiđ 1914. Sigurđur Einarsson, ritstjóri Dagblađsins, tók ţá afstöđu ađ breikka ţyrfti grunn blađsins eftir fimm mánađa útgáfu og ákvađ ađ stofna nýtt blađ og fá til liđs viđ sig Ingimar Eydal, kennara, sem samstarfsmann sinn, og voru ţeir fyrstu ritstjórar hins nýja blađs viđ stofnun 9. apríl 1915. 

Samstarf fyrstu ritstjóranna stóđ til ársloka 1917, uns Ingimar ákvađ ađ ganga til liđs viđ Framsóknarflokkinn og standa ađ útgáfu Dags, sem kom út í fyrsta skipti áriđ eftir og var stofnađ til höfuđs Íslendingi. Dagur var alla tíđ málgagn Framsóknarflokksins á Akureyri og kom út međ jöfnum hćtti allt til ársins 1996, fyrst sem vikurit og svo oftar og loks síđasta áratuginn sem dagblađ, en féll í valinn vegna rekstrarerfiđleika, rétt eins og önnur pólitísk blöđ hér.

Íslendingi var ćtlađ ađ taka beinan ţátt í ţjóđmálaumrćđu og međ skarpari sýn í framsetningu frétta og auglýsinga en forverinn. Íslendingur varđ strax markađ sem rit hćgra megin viđ miđju og tók afgerandi afstöđu til mála á ţeim vettvangi. Útgáfa blađsins var jafnan bundin sem vikurit og kom út jöfnum höndum. Var Íslendingur elsta vikublađ utan höfuđborgarsvćđisins.

Sigurđur Einarsson seldi blađiđ í ársbyrjun 1920 og lét af störfum sem ritstjóri. Í gegnum breytingar á eignahaldi voru Brynjólfur Tóbíasson og Jónas Jónasson ritstjórar blađsins. Meiri festa kom á útgáfuna á árinu 1922 og tók Gunnlaugur Tr. Jónsson viđ sem ritstjóri. Gunnlaugur var ritstjóri blađsins bćđi ţegar Íhaldsflokkurinn var stofnađur 24. febrúar 1924 og Sjálfstćđisflokkurinn var stofnađur 25. maí 1929. Var sagt frá stofnun beggja flokka međ ítarlegum hćtti í blađinu.

Gunnlaugur var ritstjóri blađsins í einn og hálfan áratug. Ţegar hann lét af ritstjórastörfum var ákveđiđ ađ Jakob Ó. Pétursson tćki viđ sem ritstjóri en hann gat ekki tekiđ viđ starfinu strax sökum anna á öđrum vettvangi. Einar Ásmundsson og Konráđ Vilhjálmsson ritstýrđu um stutt skeiđ. Er ţeir hćttu var ákveđiđ ađ leita til Sigurđar Einarssonar fyrsta ritstjóra blađsins um ađ brúa biliđ og var hann aftur ritstjóri á árinu 1937 uns Jakob gat tekiđ viđ. Jakob var einn af öflugustu ritstjórum blađsins og lék lykilhlutverk viđ útgáfu ţess um langt skeiđ.

Ţegar Jakob tók sér hlé frá ritstjórn árin 1945-1949 voru Bárđur Jakobsson, Karl Jónasson, Magnús Jónsson frá Mel og Eggert Jónsson ritstjórar blađsins. Magnús frá Mel varđ á löngum ferli sínum einn helsti leiđtogi sjálfstćđismanna á Norđurlandi - var alţingismađur Eyfirđinga 1953-1959 (á tímum gömlu einmenningskjördćmanna) og svo Norđurlands eystra 1959-1974. Magnús varđ fjármálaráđherra (ţegar Gunnar Thoroddsen hćtti í stjórnmálum) 1965-1971 og varaformađur Sjálfstćđisflokksins 1973-1974 (eftir ađ Geir Hallgrímsson varđ formađur). Magnús missti heilsuna, skömmu eftir varaformannskjöriđ, áriđ 1974 og hćtti afskiptum af stjórnmálum langt um aldur fram.

Jakob var ţekktur fyrir skorinorđ skrif og telst ritstjóratímabil hans eflaust međ hápunktum í útgáfu Íslendings. Í tíđ hans kom til ritstjórnarskrif undir heitinu Jón í Grófinni og voru ţau áberandi og vel lesin alla tíđ. Blađiđ var sennilega mest áberandi í skrifum og framsetningu ţjóđmálaumrćđu í tíđ Jakobs. Blađiđ tók miklum framförum og varđ nútímavćddara í tíđ hans, og ţar t.d. skrifađ um mál frá alţjóđavettvangi auk frétta úr kjördćminu. Framsetning mynda og ritmáls tóku miklum breytingum á löngu ritstjórnarskeiđi Jakobs og útgáfa ţess festist í sessi.

Jakob lét af ritstjórastörfum snemma árs 1966 og tók Herbert Guđmundsson viđ ritstjórninni af honum. Herbert ritstýrđi blađinu á árunum 1966-1969, fram á starfstíma Íslendings-Ísafoldar. Á ţessum árum hóf Halldór Blöndal, sem ţá var enn í námi, ađ koma ađ útgáfu blađsins og greinaskrifum og sinnti ţví um nokkuđ skeiđ međ öđrum verkefnum. Halldór varđ einn af helstu forystumönnum sjálfstćđismanna í kjölfariđ, hafđi veriđ erindreki flokksins í Norđurlandskjördćmi eystra á námsárum og gegnt trúnađarstörfum í flokksstarfinu á Akureyri en varđ síđar varaţingmađur 1971-1979 og síđan alţingismađur 1979-2007 og ennfremur ráđherra 1991-1999 og forseti Alţingis 1999-2005.

Á árunum 1968-1972 var útgáfa Íslendings og Ísafoldar sameinuđ í ritiđ Íslendingur-Ísafold eftir ađ kjördćmisráđ Sjálfstćđisflokksins í Norđurlandskjördćmi eystra hafđi ákveđiđ ađ hćtta útgáfu í fyrra formi. Útgáfan í ţví formi var unnin í samstarfi viđ Morgunblađiđ. Félagiđ sem gaf út blađiđ hlaut nafniđ Vörđur landshlutafélag. Var ţađ rekiđ sem landshlutablađ međ örlítiđ breiđari grunni (sagđi t.d. fréttir frá Vestfjörđum og Austurlandi) og sagđi t.d. ađ hluta erlendar fréttir međ í yfirlitsformi, en helsti fókusinn á Norđurlandiđ. Ritstjórar ţess voru fyrst Herbert Guđmundsson, svo Sćmundur Guđvinsson og loks Lárus Jónsson og Ásmundur Sveinsson. 

Hlé var gert á útgáfunni í röska tíu mánuđi og ađ ţví loknu var Íslendingur endurreistur í fyrri mynd og kom fyrsta blađ eftir breytingar út 11. október 1973 og hafđi ţá veriđ markađ blađinu tiltölulega traustan grunn. Ţađ tókst undir traustri forystu Halldórs Blöndals og hófst regluleg útgáfa ađ nýju undir ritstjórn Halldórs. Gísli Sigurgeirsson var ráđinn auglýsingastjóri viđ hliđ Halldórs og vann af krafti ađ ţví ađ breikka auglýsingagrunn blađsins og treysta undirstöđur ţess og útgáfu. 

Ţegar Halldór lét af ritstjórastörfum vegna anna á öđrum vettvangi áriđ 1974 var Sigrún Stefánsdóttir ráđin ritstjóri blađsins, en Halldór hélt áfram virkum leiđaraskrifum, rétt eins og Jakob Pétursson áđur. Hún gegndi starfinu í rúm tvö ár uns hún hélt til starfa á fréttastofu Sjónvarpsins. Ţá tók Gísli Sigurgeirsson viđ starfi ritstjóra blađsins. Í ritstjóratíđ Sigrúnar var byrjađ ađ prenta blađiđ út ađ hluta í lit, ţegar blađhausinn og umgjörđ hans á forsíđu varđ fagurblá.

Ţegar Gísli hćtti sem ritstjóri áriđ 1980 var ekki strax ráđinn eftirmađur en fjögurra manna teymi tók saman ađ sér ritstjórn; Sigurđur J. Sigurđsson, Gísli Jónsson, Guđmundur Heiđar Frímannsson og Björn Jósef Arnviđarson. Síđar um áriđ tók Kristinn G. Jóhannsson ađ sér ritstjórn og Guđlaug Sigurđardóttir hafđi ţá tekiđ viđ sem auglýsingastjóri. Guđlaug hélt utan um auglýsingamál blađsins ásamt Kristínu Ottesen ţar til yfir lauk. 

Rekstrargrundvöllur Íslendings veiktist mjög ţegar komiđ var fram á níunda áratuginn. Grundvöllur flokksmálgagna allt í kringum landiđ veiktist til muna og varđ ljóst ađ reksturinn gengi illa ađ óbreyttu. Á ţessum tíma voru ritstjóraskipti tíđ á Íslendingi. Gunnar Berg Gunnarsson tók viđ ritstjórn af Kristni og skömmu síđar tóku Gunnar Blöndal, Halldór Halldórsson og Guđmundur Heiđar (ađ nýju) viđ ritstjórninni. 

Sumariđ 1984 tók Halldór Blöndal aftur ađ sér tímabundiđ ritstjórn međfram ţingstörfum ásamt Guđmundi Heiđari. Tómas Ingi Olrich, síđar alţingismađur 1991-2003 og menntamálaráđherra 2002-2003, varđ ritstjóri blađsins í ársbyrjun 1985. Ţegar 70 ára afmćli blađsins var fagnađ međ sérstöku afmćlisblađi í apríl 1985 var ljóst ađ blađiđ vćri á krossgötum og óvissa vćri um framtíđ ţess. Haustiđ 1985 tók Stefán Sigtryggsson viđ ritstjórn blađsins og varđ síđasti ritstjóri Íslendings sem vikublađs.

Í ársbyrjun 1986 var fullreynt međ útgáfu blađsins og hlé var gert á henni. Vinna viđ endurskipulagningu blađsins bar ekki árangur og ákveđiđ var ađ hćtta útgáfunni í óbreyttri mynd endanlega um voriđ en ákveđiđ ađ gefa blađiđ ţess í stađ út međ reglubundnum hćtti fyrir kosningar til Alţingis og sveitarstjórnar og reglulega ţess fyrir utan til fjáröflunar fyrir Sjálfstćđisflokkinn. Svo hefur veriđ síđan.

Á 86 ára afmćli Íslendings, 9. apríl 2001, var opnađ vefrit Sjálfstćđisflokksins á Akureyri og var ţví ađ sjálfsögđu gefiđ heitiđ Íslendingur til heiđurs blađinu. Halldór Blöndal opnađi vefritiđ í gleđskap í Kaupangi ţann dag. Vefritiđ hefur síđan veriđ fréttamiđill flokksins hér á Akureyri og ţar lögđ áhersla á ađ auglýsa viđburđi og birta greinaskrif eftir forystumenn hverju sinni. Helgi Vilberg var fyrsti ritstjóri vefritsins 2001-2007, síđan var Jóna Jónsdóttir ritstjóri á árunum 2007-2010 og hef ég undirritađur gegnt ritstjórn frá árinu 2010, eđa í fimm ár.

Öll tölublöđ af Íslendingi hafa veriđ skönnuđ inn og međ ţví saga merks rits og pólitísks starfs hér á Akureyri fyrr og nú, svo og saga bćjarins á ţeim tíma, veriđ varđveitt. Öll blöđin eru ađgengileg á vefslóđinni timarit.is og hvet ég alla til ađ renna yfir öll blöđin á árunum 1915-1986 og ţau blöđ sem síđan hafa veriđ gefin út fyrir kosningar til Alţingis og sveitarstjórnar.

Hér er t.d. fyrsta blađiđ frá 9. apríl 1915, afmćlisblađ í apríl 1940, blađ síđla nóvember 1963 eftir morđiđ á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, minningarblađ um Davíđ Stefánsson, skáld frá Fagraskógi (viđ andlát hans í mars 1964), 
fjallađ um lát Ólafs Thors 1965 og lát Bjarna Benediktssonar, eiginkonu hans og dóttursonar sumariđ 1970 (í Íslendingi-Ísafold), blađ í maí 1974 ţegar Sjálfstćđisflokkurinn vann stórsigur og hlaut 5 menn í bćjarstjórn (en komst ekki í meirihluta) og blađ í febrúar 1980 ţar sem fjallađ er um umdeilda stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens; svo fátt eitt sé nefnt.


Íslendingur á sér merka sögu, fyrr og nú, og mikilvćgt ađ fara lauslega yfir hana og međ ţví heiđra ţá heiđursmenn sem lögđu grunninn ađ traustu málgagni sem stóđ vörđ um farsćla ţjóđmálaumrćđu međ hugsjón og kraft ađ leiđarljósi. Viđ hugsum til allra ţeirra sem lagt hafa hönd á plóginn og lögđu mikiđ af mörkum til heiđurs sjálfstćđisstefnunni, ţeirri pólitísku stefnu sem jafnan hefur reynst heilladrýgst og best ţegar á reynir.


Stefán Friđrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings
 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook