Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 3. september

Bréf frá formanni kjördæmisráðs:

Kæru flokksfélagar

Boðað er til aðalfundar kjördæmisráðs í Norðausturkjördæmi laugardaginn 3. september n.k. Fundurinn verður haldinn á Akureyri nánar tiltekið í Menningarhúsinu Hofi.

Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur, en fyrirhugað er að fundurinn byrji kl. 11:00 með venjulegum aðalfundarstörfum og að honum loknum verður hugsanlega hægt að fara í Skógarböðin.

Eftir gott bað þar verður slegið svo upp matarveislu um kvöldið í Hofi þannig að það er um að gera að taka frá þennan dag.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja fundinn eru beðnir um að hafa samband við formann síns félags eða fulltrúaráðs þar sem fjöldi fulltrúa hvers félags er kosin. Ef búið er að halda aðalfund félaga og fulltrúaráða á þetta að vera klárt hjá Valhöll með hverjir hafa kjörgengi á fundinn.

Einnig vil ég minna á að þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til formanns kjördæmisráðs, til stjórnarsetu í ráðinu, flokksráð eða til setu í miðstjórn að hafa samband við undirritaðan eða ritara kjördæmisráðs Stefán Friðrik á netfangið stebbifr@simnet.is.

Það er langt síðan síðast kæru félagar að við höfum komið saman og hvet ég sem flesta að mæta og hafa gaman saman og m.a. kjósa nýjan formann og stjórn kjördæmisráðs 3 sept. nk. Ef eitthvað er óljóst hikið þá ekki við að hafa samband við undirritaðan.

Bestu kveðjur f.h. stjórnar

Kristinn F. Árnason formaður kjördæmisráðs
s: 695-1968
Netfang: kelahus@gmail.com


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook