Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 15. febrúar

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi fimmtudaginn 15. febrúar nk. kl. 19:30.

Á fundinum verða í upphafi venjuleg aðalfundarstörf með tillögu um lagabreytingu sem neðar er getið. Einnig verður lögð fram tillaga kjörnefndar að skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í kosningum til sveitarstjórnar 26. maí nk. og kjörnir fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins 16. - 18. mars nk.

Seturétt á fundinum hafa aðalmenn í fulltrúaráði - þeir sem hafa verið til þess kjörnir á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fulltrúa á 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins 16. - 18. mars 2018
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningsskil
4. Lagabreytingar (tillaga lögð fram um fjölgun eins aðalmanns og eins varamanns í stjórn)
5. Kjör stjórnar
6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
8. Tillaga kjörnefndar að skipan framboðslista í kosningum 2018
9. Kosningabaráttan framundan - Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
10. Önnur mál


Stjórn leggur fram breytingu á 5. gr. laga fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri um að aðalfundur kjósi: "þrjá menn í stjórn og þar af er formaður sem skal kjörinn sérstaklega. Auk þess skal kjósa þrjá til vara."

Eftir breytingu verði orðalag svohljóðandi um að "kjósa skuli fjóra menn í stjórn og þar af er formaður sem skal kjörinn sérstaklega. Auk þess skal kjósa fjóra til vara." 

Framboð til stjórnar og setu í kjördæmisráðið skal tilkynna til Hörpu Halldórsdóttur, formanns fulltrúaráðs í síma 691 6710 eða í tölvupósti - framboðsfrestur rennur þó ekki út fyrr en við kjörið sjálft á aðalfundi.

Þeir sem vilja gefa kost á sér sem landsfundarfulltrúar hafi samband við Stefán Friðrik Stefánsson, ritara fulltrúaráðsins, í síma 8478492 eða í tölvupósti fyrir fundinn. 


Lög fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri


F.h. stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri,
Harpa Halldórsdóttir, formaður


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook